Find Us Online At
iBookstore
Android app on Google Play
Like Us
A programme by
Hnetan í hjarta Vetrarbrautarinnar
12 September 2013

Stjörnufræðingar hafa lengi átt í stökustu vandræðum með að kortleggja miðju Vetrarbrautarinnar. Miðjan er enda uppfull af stjörnum og ryki sem byrgir okkur sýn. Í þessum hluta Vetrarbrautarinnar eru líka svo margar stjörnur að erfitt er að rannsaka hann. Ef við gætum einhvern veginn flutt Jörðina þangað, þá væri næturhiminninn yfir okkur svo bjartur að lesbjart væri á næturnar!

Hægt er að ímynda sér Vetrarbrautina okkar eins og geisladisk með bómullarhnoðra í gatinu í miðjunni. Skífa Vetrarbrautarinnar er flöt en í miðjunni er þéttur hnoðri sem kallast miðbungan. Bungan er í raun fremur lítil en inniheldur samt um 10.000 milljón stjörnur! Hún er einn elsti og mikilvægasti hluti Vetrarbrautarinnar en stjörnufræðingar þekktu hana ekki ýkja vel, fyrr en nú.

Tveir hópar stjörnufræðinga beindu nokkrum af öflugustu stjörnusjónaukum heims að miðjunni til að ná eins góðum myndum af hjarta Vetrarbrautarinnar og hægt var! Kortið er í þrívídd og sýnir okkur innviði Vetrarbrautarinnar frá ólíkum sjónarhornum sem opinbera leyndardóma hennar. Ein niðurstaðan kom mjög á óvart: Miðbunga Vetrarbrautarinnar er í laginu eins og risavaxin hneta!

Fróðleg staðreynd

Vissir þú að Jörðin, sólin og sólkerfið geysast á mörg þúsund kílómetra hraða á klukkustund í kringum miðju Vetrarbrautarinnar? Þrátt fyrir þennan mikla hraða tekur það meira en 200 milljón ár að ljúka einum hring í kringum miðjuna!

Share:

More news
12 October 2020
1 October 2020
16 September 2020
14 September 2020
10 September 2020

Images

The Peanut at the Heart of our Galaxy
The Peanut at the Heart of our Galaxy

Printer-friendly

PDF File
978.1 KB