Find Us Online At
iBookstore
Android app on Google Play
Like Us
A programme by
Stjörnufræðingar uppgötva líf... á jörðinni?!
29 February 2012

Á þessari mynd er sem tunglið vilji bæði vera sigð og fullt! Ástæðan er sú að jörðin endurspeglar sólarljósinu út í geiminn þar sem það lendir á þeirri hlið tunglsins sem snýr frá sólinni og lýsir hana dauflega upp. Þetta kallast jarðskin. Fyrir skömmu notuðu stjörnufræðingar jarðskinið til að hjálpa sér við leitina að geimverum.

Hægt er að finna merki um líf með því að skoða hve mikið er af ákveðnum gastegundum í lofthjúpi reikistjörnu, til dæmis súrefni, ósoni, metani og koldíoxíði. Og með því að rannsaka ljósið sem reikistjarna endurvarpar — reikistjörnuskin hennar — geta stjörnufræðingar fundið út hvaða gastegundir eru í lofthjúpnum.

Ljós reikistjarna er hins vegar mjög dauft og hverfur í skærri birtunni frá stjörnunum sjálfum, svo það er mjög erfitt að koma auga á þær. En þegar reikistjarna endurvarpar ljósinu frá sinni stjörnu gerist nokkuð sem breytir eiginleikum ljóssins. Stjörnufræðingar tala þá um að ljósið sé „skautað“. Með því að horfa sérstaklega á skautaða ljósið geta stjörnufræðingar rannsakað lofthjúp reikistjörnunnar mjög nákvæmlega.

Nýlega hafa stjörnufræðingar prófað að rannsaka endurvarp jarðarinnar á tunglinu með þessari aðferð. Þannig komust þeir að því að lofthjúpur jarðar er hálfskýjaður og að á yfirborðinu eru bæði höf og plöntur. Í raun uppgötvuðu þeir lífið á jörðinni! Þetta hljómar skringilega en þessi nýja aðferð gæti að lokum leitt til þess að líf finnist annars staðar í geimnum!

Fróðleg staðreynd

Skýin á jörðinni endurvarpa meira sólarljósi en höf og meginlönd. Það þýðir að jarðskinið er miklu bjartara þegar það er skýjað.

Share:

More news
20 March 2020
11 March 2020
10 March 2020

Images

Astronomers Find Life on… Earth?!
Astronomers Find Life on… Earth?!

Printer-friendly

PDF File
916.5 KB