Find Us Online At
iBookstore
Android app on Google Play
Like Us
A programme by
Öld könnunar
8 August 2013

Sextánda öldin í Evrópu var öld könnunar. Evrópumenn sigldu um heimsins höf og könnuðu nýjar lendur. Á þessum tíma fundu þeir Ameríku, Afríku, Asíu og Eyjaálfu. Sumir landkönnuðurnir fundu líka ný fyrirbæri á næturhimninum.

Eitt stjörnubjart kvöld sigldi portúgalski landkönnuðurinn Ferdinand Magellan yfir miðbaug á suðurhvel Jarðar. Magellan hafði ekki aðeins siglt í kringum áður óþekkt lönd og ný höf, heldur sá hann algerlega nýjan stjörnuhiminn! Frá suðurhveli Jarðar sjást nefnilega aðrar stjörnur en frá norðurhveli Jarðar. Þegar Magellan horfði á þessar nýju stjörnu tók hann eftir fyrirbæri sem leit út eins og dauft ský á himninum. Skýið hreyfðist samt aldrei neitt.

Magellan mætti örlögum sínum í baráttu við filippseyskan höfðingja. Hann sneri aldrei aftur til Evrópu en honum til heiðurs var skýið nefnt eftir honum og kallast í dag Stóra Magallansskýið.

Í dag vitum við að Stóra Magellansskýið er dvergvetrarbraut, tíu sinnum minni en Vetrarbrautin okkar. Hún hringsólar um Vetrarbrautina okkar eins og reikistjörnurnar snúast í kringum sólina. Á myndinni sem fylgir horfum við djúpt inn í Stóra Magellansskýið, á gas- og rykský sem eru að mynda nýjar stjörnur.

Bæði þessi gas- og rykský eru lýst upp af ungum og mjög heitum stjörnum innan í skýjunum. Þau eru samt sem áður harla ólík: Annað er rautt en hitt blátt. Ástæðan er efnasamsetningin. Í bláa skýinu er mikið af súrefni en rauðglóandi skýið er uppfullt af vetni.

Fróðleg staðreynd

Önnur dvergvetrarbraut er nefnd eftir Ferdinand Magellan. Það er kallað Litla Magellansskýið. Margir stjörnufræðingar telja að Vetrarbrautin okkar muni að lokum éta báðar þessar vetrarbrautir!

Share:

More news
19 February 2020
6 February 2020
27 January 2020
20 January 2020
14 January 2020
6 January 2020

Images

The Age of Exploration
The Age of Exploration

Printer-friendly

PDF File
1.1 MB