Find Us Online At
iBookstore
Android app on Google Play
Like Us
A programme by
Skál fyrir miðaldra stjörnu!
9 October 2013

Á næturhimninum á suðurhveli, í órafjarlægð frá Jörðinni, er Toby Jug þokan, sem sést í ótrúlegum smáatriðum á þessari nýju ljósmynd. Föla gasskýið umlykur rauða risastjörnu sem er fimm sinnum efnismeiri en sólin okkar! Ljósið frá stjörnunni í miðjunni er mjög skært og endurkastast af gasinu, svo skýið virðist glóa. Tveir breskir stjörnufræðingar gáfu þokunni nafnið því þeim þóttu fölu gasslæðurnar líkjast sérstakri enskri könnu með handfangi sem kallast Toby Jug.

Þótt stjarnan í miðju þokunnar sé miklu yngri en sólin okkar, er hún þegar komin mun lengra á sínu æviskeiði. Ástæðan er sú að þyngstu stjörnurnar lifa miklu hraðar en léttari stjörnur. Sólin okkar er að verða 4,6 milljarða ára og er rétt að verða miðaldra, á meðan þessi stjarna verður aðeins nokkurra milljóna ára, því hún inniheldur miklu meira efni. Stjörnur eru aðeins í mjög stuttan tíma á rauða risastiginu. Þess vegna eru fyrirbæri eins og þetta sem sést á myndinni, mjög sjaldséð sjón!

Að lokum, þegar sólin okkar hefur klárað næstum allt vetnið í kjarnanum sínum, mun hún þenjast út og breytast í rauðan risa. Stjörnufræðingar telja að þegar þetta gerist, muni sólin okkar gleypa Jörðina. Það þýðir að hún mun gleypa allar bergreikistjörnurnar í sólkerfinu: Merkúríus, Venus, Jörðina og kannski Mars líka!

Fróðleg staðreynd

Tæknin okkar breytist mjög hratt og hugsanlegt er að í framtíðinni, þegar sólin okkar er orðin rauður risi, gætu menn búið á annarri plánetu. Reyndar verða það ekki menn, heldur önnur dýrategund, komin af mönnum. Í dag búa nokkrir menn í Alþjóðlegu geimstöðinni. Hér er hægt að sjá hve margir búa í geimnum á hverjum tíma http://www.howmanypeopleareinspacerightnow.com/

Share:

More news
12 October 2020
1 October 2020
16 September 2020
14 September 2020
10 September 2020

Images

A Toast to a Middle-aged Star!
A Toast to a Middle-aged Star!

Printer-friendly

PDF File
978.8 KB