Find Us Online At
iBookstore
Android app on Google Play
Like Us
A programme by
Ertu þyrst(ur)?
11 December 2013

Líf þrífst nánast hvar sem er á Jörðinni, allt frá pólsvæðunum til miðbaugs, frá dýpsta hafsbotni til hæstu fjallstinda og frá þurrustu dölum til heitustu eldfjalla. Síðustu 3,7 milljarða ára hefur lífið á Jörðinni aðlagast næstum hvaða umhverfi sem hægt er að ímynda sér. En hvað er það við Jörðina sem gerir hana svona hentuga fyrir líf? Ansi margt en þó aðallega vatnið.

Við höfum enn ekki fundið lífveru sem ekki þarf á vatni að halda til að lifa af. Til dæmis er líkaminn þinn næstum 60 prósent vatn og við gætum ekki lifað nema í örfáa daga án þess. Sem betur fer er Jörðin í réttri fjarlægð frá sólinni til að vatnið sé fljótandi. Væri Jörðin nær sólinni myndu höfin gufa upp en ef við værum fjær sólu myndu höfin frjósa.

En er vatn á öðrum hnöttum? Já! Með hjálp Hubble geimsjónaukans öfluga hafa vísindamenn fundið vatn í lofthjúpum fimm fjarlægra pláneta! (Lofthjúpur er gasið sem umvefur plánetu, eins og andrúmsloftið sem umlykur Jörðina.)

Þýðir þetta að pláneturnar séu eins og Jörðina okkar? Nei, því miður. Allar pláneturnar fimm eru „heitir gasrisa“. Það þýðir að þær eru mörg hundruð sinnum stærri en Jörðin, mjög nálægt sínum móðurstjörnum og umvafðar þykku, ólgandi heitur gasi. Þetta varpar samt fram nýjum spurningum. Hvað ætli sé mikið vatn á öðrum fjarlægari plánetum í öðrum sólkerfum?

Fróðleg staðreynd

Lofthjúpur Jarðar inniheldur ekki aðeins súrefnið sem við öndum að okkur. Hann er að mestu úr gasi sem kallast nitur og inniheldur líka fleiri efni eins og vatn. Kíktu út um gluggann núna. Á himninum sérðu hvar vatnið hefur myndað ský, þoku eða jafnvel snjó!

Share:

More news
12 October 2020
1 October 2020
16 September 2020
14 September 2020
10 September 2020

Images

Water Found on Five Alien Worlds
Water Found on Five Alien Worlds

Printer-friendly

PDF File
942.9 KB